Má ekki elska þig

Ást í meinum

Nýrri bók frá Jenny Downham, höfundi metsölubókarinnar Áður en ég dey, var dreift í búðir í dag. Bókin heitir Má ekki elska þig og er saga um tryggð, ábyrgð og fjölskyldubönd, um rétt og rangt. En fyrst og fremst er þetta saga um ástina sem vaknar hjá ungu fólki og hvernig henni reiðir af við vonlausar aðstæður.

Áður en ég dey var fyrsta bók Jenny Downham og sló rækilega í gegn. Bókin fjallar um sextán ára stelpu sem er dauðvona og gerir lista yfir það sem hún vill gera áður en hún deyr. Saga hennar skildi enginn eftir ósnortinn og var bókin afar vinsæl hér á Íslandi. Bíómynd byggð á bókinni er væntanleg í bíó næsta vetur.

INNskráning

Nýskráning