Sólveig Pálsdóttir

Leikarinn fyllti Eymundsson

Ný glæpasaga kom út í vikunni, Leikarinn, eftir Sólveigu Pálsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar og því var haldið veglegt útgáfuboð. Ekki var þó búist við þeim fólksfjölda sem mætti til að skála við höfund og samgleðjast á þessum merku tímamótum. Í kringum 150 manns komu og var staðið ansi þétt.

Sólveig sat í einn og hálfan tíma og áritaði bækur, svo margar að þær kláruðust í búðinni. En þá voru bara fleiri bækur sóttar á lager og allir gestir fóru heim með bók í hönd, spenntir að byrja að lesa.



INNskráning

Nýskráning