Salmon Fishing In The Yemen

Lesa fyrst, svo í bíó

Kvikmyndin Salmon Fishing in the Yemen er væntanleg í kvikmyndahús og skartar hún m.a. stórstjörnunum Ewan McGregor og Emily Blunt. Myndin er byggð á skáldsögunni Laxveiðar í Jemeneftir Paul Torday og kom út árið 2008.

Bókin segir frá fursta frá Jemen sem vill efla samlyndi og frið með því að gera landsmönnum sínum kleift að stunda laxveiði, enda mannbætandi íþrótt að hans mati. Bókin fjallar á heillandi hátt um pólitík, trú og ást, vísindaleg afrek og duttlunga náttúrunnar. En einnig um trú sem flytur fjöll – með afleiðingum sem engan gat órað fyrir.


INNskráning

Nýskráning