TMM 3. hefti 2016
Útgefandi: MM 2016

TMM 3. hefti 2016

Höfundur:

Út er komið þriðja hefti ársins af TMM sem að þessu sinni er stýrt af skáldinu Sjón með núverandi ritstjóra Guðmundi Andra Thorssyni.

Heftið er að mestu helgað spurningunni: Hvað er íslenskur rithöfundur? Þar er meðal annars að finna greinar eftir Halldór Guðmundsson um Albert Daudistel og Soffíu Gunnarsdóttur um Helgu Novak en báðir bjuggu þessi þýsku höfundar hér á landi um hríð á síðustu öld; Birna Bjarnadóttir bregður ljósi á hlutskipti tveggja vesturíslenskra höfunda, Guttorms Guttormssonar og Lauru Goodman Salverson og Jón Yngvi Jóhannsson segir frá Þorsteini Stefánssyni, íslenskum rithöfundi sem starfaði í Danmörku.

Ólafur Jóhann Ólafsson hugleiðir hlutskipti íslensks rithöfundar sem býr í New York en  íslensk-þýski höfundurinn Kristof Magnusson bregður ljósi á alþjóðlegt eðli rithöfundarstarfsins í skemmtilegri frásögn af boði hjá Angelu Merkel. Rússneska ljóðskáldið Olga Alexandersdóttir Markelova segir frá ljóðagerð sinni á íslensku og birtir nokkur ljóð eftir sig, Elías Knörr skrifar um tungumálið og ljóðlistina  og íslensk-kanadíska ljóðskáldið a. Rawlings veltir vöngum yfir því hvernig eigi að vera útlend í tungumáli í hugleiðingu, sem Kári Tulinius þýddi um austurrísku skáldkonuna Melittu Urbanic.

Í heftinu eru auk þess ljóð eftir Gerard Lemarquis og Eric Boury og sögur eftir Marjöttu Ísberg,  Beatriz Portugal í þýðingu Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Ewu Marcinek í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur og Joachim B. Schmidt í þýðingu Bjarna Jónsson.

Einnig eru sögur og ljóð í heftinu, umsagnir um bækur eru  á sínum stað og hugvekja eftir Einar Má Jónsson.