Umhverfis Ísland í 30 tilraunum

Ævar og Örleifur á barnamenningarhátíð um helgina

Hin stórskemmtilega Barnamenningarhátíð var sett  fyrr í vikunni og stendur fram á sunnudag!

Á Barnamenningarhátíð verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu um alla borg. Hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna á öllum aldri taka þátt í að skapa einstaka stemningu á hátíðinni.

Hér getur þú flett upp í dagsskránni og skoðað það sem er í boði þessa daga.

Ævar vísindamaður verður í Toppstöðinni á laugardag frá 13:00-15:00, ræðir við börnin, framkvæmir e.t.v. litlar tilraunir og ætlar að opna vefinn stórbrotinn vef,  www.visindamadur.is, við það tækifæri. Vefurinn tengist útgáfu spennandi bókar sem kemur út hjá Forlaginu innan tíðar sem ber heitið Umhverfis ísland í 30 tilraunum.

Sunnudaginn 4. maí verður ævintýrið um Örleif og hvalinn flutt í Borgarbókasafninu kl 15 en von er á bókinni um þá félaga á næstunni. Örleifur og hvalurinn er ævintýralegt söguljóð fyrir börn eftir pólska skáldið Julian Tuwim, sem segir frá ferðalagi agnarsmás manns í leit að heljastórum hval. Þessi frækni ferðalangur smíðar bát úr hálfri hnetu og siglir út á haf. Mun hann finna hval? Ævintýri Örleifs sem kemur út hjá Forlaginu á þessu ári verður flutt á tveimur tungumálum. Sögumenn eru Þórarinn Eldjárn, sem endurorti kvæðið á íslensku, og pólski leikarinn Krystian Munia, sem mun flytja það í leikrænum búningi. Dagskráin er ætluð börnum á aldrinum 6-9 ára og stendur hún í 15 – 20 mínútur.


INNskráning

Nýskráning