Rafbóka-Nói

Breimandi gott verð á rafbókum!

Sei, sei, mjá! Við höfum varanlega lækkað verð á fjölda rafbóka. Í vefverslun Forlagsins má því, héðan í frá, finna rafbækur frá 290 krónum en um er að ræða allt að 70% lækkun!

Hér má finna allar lækkuðu rafbækurnar á einum stað!

Ódýrasta rafbókin er íslenska stjórnarskráin en hún hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið og sýnist sitt hverjum. Stjórnarskráin hefur að geyma grundvallarlög íslenska ríkisins. Hún er æðri öðrum lögum og þar er að finna meginákvæði um stjórnskipan ríkisins og mannréttindi. Stjórnarskrána ættu allir Íslendingar að þekkja og þar með rétt sinn.

Stjórnarskráin hefur meira að segja verið efni í listræna gjörninga og ekki er langt síðan Ólafur Ólafsson og Libia Castro fóru fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringinn með sungna útgáfu af stjórnarskránni.

Unga fólkið hefur svo farið aðrar leiðir að kynna sér innihaldið og sett hana fram á myndrænan hátt.

Nú er um að gera að fylla lesbrettið af rafbókum fyrir fríið!


INNskráning

Nýskráning