Hroki og hleypidómar

Bestu ástarsögurnar

Í síðasta þætti Bergsson og Blöndal á Rás 2 var kosið um bestu ástarsögu allra tíma. Hlustendur völdu sína uppáhalds bók á facebook-síðu þáttarins og hringdu inn til að koma sinni bók á framfæri. Að lokum var tekinn saman listi yfir tíu bestu ástarsögurnar.

Besta ástarsagan, sú sem lenti í fyrsta sæti, er klassíkin Hroki og hleypidómar eftir Jane Austin sem Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Rætt var við Silju í þættinum en hún er einlægur aðdáandi bókarinnar og les hana á hverju einasta ári.

Í öðru sæti var hin gríðarlega áhrifamikla Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur en sú metsölubók hefur aldeilis hreyft við mörgum lesendum.

Í þriðja sæti var Kapítóla eftir Emmu Southworth sem kom út sem smásaga á 19. öld og í bókarformi árið 1905.

Aðrar bækur sem voru nefndar sem bestu ástarsögur allra tíma voru meðal annars Salka Valka, Íslandsklukkan, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, Z ástarsaga og Íslenskur aðall sem kemur út á næstu vikum í kilju hjá Forlaginu.

INNskráning

Nýskráning