Ólafur Jóhann

Ólafur Jóhann í New York Times

Í hinu virta dagblaði New York Times má finna viðtal við rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson um nýjustu skáldsögu hans, Málverkið, eða Restoration eins og bókin heitir þar ytra.

Bókin kom út í Bandaríkjunum fyrir fáeinum vikum síðan og hefur fengið mikla athygli hjá bandarískum fjölmiðlum og bókmenntaunnendum.

Í viðtalinu í New York Times er aðallega fjallað um tvöfalt líf Ólafs Jóhanns, annars vegar um rithöfundinn og hins vegar um hátt setta stöðu hans innan Time Warner stórfyrirtækisins. Greinilegt er að blaðamaður dáist að sjálfsaga og dugnaði Ólafs en einnig er talað við ritstjóra hans í Bandaríkjunum sem lofar það hversu skipulagður Ólafur Jóhann er.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

INNskráning

Nýskráning