Loksins, loksins, Afturgangan- ný bók eftir Jo Nesbø er komin í verslanir

Loksins! Loksins! Eftir langa bið er bók Jo Nesbø  komin í verslanir.

Bókin fékk glimrandi móttökur, dreifingin var ein sú stærsta hjá Forlaginu, aðeins Arnaldur hefur fengið stærri fyrstu dreifingu.

Afturgangan eða Gjenferd eins og hún heitir á frummálinu, er spennusaga með hinum eitursvala  Harry Hole í aðalhlutverki. Þegar Harry Hole flytur til Hong Kong telur hann si

Þegar Harry Hole flytur til Hong Kong telur hann sig lausan við byrðar fortíðarinnar fyrir fullt og allt. En þá fær hann fregnir af því að Oleg, sonur fyrrverandi unnustu hans, hafi verið handtekinn, sakaður um morð. Harry neitar að trúa að Oleg sé sekur og snýr aftur heim til Noregs. Hann dregst þegar inn í miskunnarlausa undirheima Oslóarborgar, þar sem nýtt og háskalegt eiturlyf er komið í umferð. Lögreglan vill ekki hleypa Harry nálægt rannsókn málsins en þegar honum tekst að lauma sér inn í fangelsið og ná tali af Oleg sannfærist hann um að morðið tengist fíkniefnaheiminum og nýja efninu. Hann neyðist til að takast á við eigin fortíð og horfast í augu við sannleikann um Oleg og sjálfan sig.

Bækur Jo Nesbø um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole hafa farið sigurför um heiminn og komið út í fjölda landa. Þetta er áttunda bókin í bókaflokknum um Harry Hole sem kemur út á íslensku.

Bjarni Gunnarsson þýddi.

INNskráning

Nýskráning