Tími nornarinnar

Dauði trúðsins á öldum ljósvakans

Útvarpsleikhúsið flytur leikgerð byggða á spennusögunni Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson næstu sunnudaga. Áhorfendur RÚV kannast nú orðið vel við aðalpersónu sögunnar, Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu, sem stimplaði sig rækilega inn í þáttaröðinni Tíma nornarinnar sem naut mikilla vinsælda. Hjálmar Hjálmarsson leikur Einar blaðamann en hann er einnig höfundur leikgerðarinnar en leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Ganga draugar ljósum logum um gamalt, yfirgefið hús á Akureyri? Þar er eitthvað á seyði og í gúrkutíð er allt hey í harðindum fyrir Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu. Sumarhátíðin „Allt í einni“ er að hefjast um verslunarmannahelgina og þúsundir gesta streyma til höfuðstaðar Norðurlands til að skemmta sér. Um leið kvisast út að stjörnur frá Hollywood séu komnar í bæinn fyrir tökur á erótískri spennumynd. Þá er gúrkutíðin úti.

Áður en Einar og Ólafur Gísli Kristjánsson yfirlögregluþjónn vita af hrannast verkefnin upp.

Sjá nánar um leikgerðina hér.


INNskráning

Nýskráning