Dómnefnd lýkur störfum

Dómnefnd fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin 2010 hefur lokið störfum og valið það handrit sem kemur út undir merkjum verðlaunanna í ár. Höfundinum voru færðar gleðifréttirnar fyrir helgina en nafn hans verður ekki kunngjört fyrr en um leið og bókin lítur dagsins ljós í haust. Fjöldi góðra handrita barst í keppnina í ár og þakkar stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka öllum höfundunum innilega fyrir sitt framlag.

Höfundar eru beðnir að nálgast handrit sín til Forlagsins, Bræðraborgarstíg 7, sem fyrst, eða fyrir 1. september 2010 þegar þeim verður fargað, eins og áður var auglýst. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til 17 og föstudaga kl. 9.30 til 17.

Stjórn Verðlaunasjóðsins bendir á að næsti skilafrestur í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin verður 1. febrúar 2011.

INNskráning

Nýskráning