eldar kvikna merki

Dúndur stöff á toppi metsölulistans

Eldar kvikna, framhaldið af Hungurleikunum, kom út fyrir viku síðan. Fjölmargir biðu óþreyjufullir eftir bókinni og nældu sér í eintak við fyrsta tækifæri. Það kom ekki sérlega á óvart að bókin var í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson í vikunni, raunar í fyrstu tveimur sætunum. Kiljuútgáfan var í fyrsta sæti og innbundna útgáfan í öðru sæti.

Nú hefur fyrsti íslenski dómurinn birst, eftir Pál Baldvin Baldvinsson í Fréttatímanum. Páll Baldvin gefur bókinni fjórar stjörnur og segir að rétta tækifærið sé núna til að halda bókum að ungum lesendum. Páll Baldvin segir bókina vera „dúndur stöff“ enda sé höfundurinn bæði snjall og hugkvæmur.

Það skal tekið sérstaklega fram að bækurnar um Hungurleikana eru ekki síður fyrir foreldrana en börnin – og mælir Páll Baldvin sérstaklega með því að foreldrar eigi góða samverustund með börnunum sínum og lesi bókina með þeim.


INNskráning

Nýskráning