Verðlaunahandrit fundið

Dómnefnd Íslensku barnabókaverðlaunanna hefur nú valið söguna sem hlýtur verðlaunin í ár, úr 63 handritum sem send voru í keppnina. Haft hefur verið samband við verðlaunahöfundinn en venju samkvæmt er nafni hans haldið leyndu þar til  bókin kemur út og verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn í haust.  Öðrum höfundum eru færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna og mega þeir sækja handrit sín á skrifstofu Forlagsins fram til 1. október. Eftir þann tíma verður öllum handritum fargað.

INNskráning

Nýskráning