Einar Már verðlaunaður í Kína

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ last=“no“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_imageframe lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ style_type=“none“ hover_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=“down“ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ hide_on_mobile=“no“ class=““ id=““] [/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ last=“yes“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_text]Einar Már Guðmundsson hélt heim frá Kína um helgina en þar voru honum veitt verðlaunin „21st Century Annual Best Foreign Novel 2016“ fyrir skáldsöguna Hundadagar.

Alls hlutu fimm skáldsögur þessi virtu verðlaun og voru hinar fjórar frá Rússlandi, Þýskalandi, Spáni og Nígeríu. Hundadagar hlaut ennfremur verðlaun Zou Taofen Cultural Fund.

Í tilefni heimsóknar Einars og verðlaunanna bauð sendiherra Íslands, Stefán Skjaldarsson, til móttöku höfundinum til heiðurs í sendiráði Íslands í Kína.

Dagskrá Einars Más var þétt í Kína. Á tveimur vikum heimsótti hann bæði borgirnar Beijing, þar sem hann veitti verðlaununum formlega viðtöku, og Nanjing, tók þátt í spjalli með kínverska höfundinum Zhao Benfu, áritaði bækur og flutti erindi í tveimur háskólum sem fjölluðu um Íslendingasögurnar og nútímabókmenntir.

Er Einar veitti verðlaununum viðtöku hélt hann erindi þar sem hann fjallaði um gildi skáldskaparins  og sagði m.a. „Bókmenntir eru eins og góður sendiherra. Þær eru andinn sem ferðast um víðátturnar en sýna okkur að samt erum við öll eins“.[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning