Íslensku barnabókaverðlaunin

Er handrit í skúffunni?

Nú styttist í skilafrest í árlegri samkeppni Forlagsins og Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka um Íslensku barnabókaverðlaunin. Þeir sem vilja vera með skulu senda handrit að skáldsögu fyrir börn og unglinga, að lágmarki 50 A4-blaðsíður að lengd í hefðbundnu ritvinnsluumhverfi, í síðasta lagi 4. febrúar n.k. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna.


Handritum skal skila í fjórriti til:

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík


Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi.

Úrslit í samkeppninni verða gerð kunn þegar verðlaunabókin kemur út í haust en dómnefnd sendir frá sér tilkynningu í vor þegar verðlaunahandritið hefur verið valið og aðrir höfundar geta sótt handrit sín.

Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1986; 28 bækur hafa komið út undir merkjum verðlaunanna eftir 30 höfunda, sem margir hverjir stigu sín fyrstu skref á ritvellinum með verðlaunabókinni. Á síðasta ári hrepptu Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson verðlaunin með furðusögu sinni Hrafnsauga sem bóksalar völdu bestu táningabók ársins 2012.


INNskráning

Nýskráning