Böðvar Guðmundsson

Fimm stjörnu Vesturfarar!

Vesturfarasögur Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, eru fyrir löngu orðnar grunvallarverk í íslenskri bókmenntasögu. Í vor komu þær út saman í einni glæsilegri kilju og í dag birtist fimm stjörnu dómur Vals Grettissonar í DV sem staðfestir enn og aftur þýðingu þessara merku bóka.

Í dómi sínum segir Valur m.a.: „Saga Nýja-Íslands minnir stundum á landafundina, stundum á uppruna Bandaríkjanna, en oft á tíðum mest á Biblíusögu … Erfitt er að gera upp á milli hvort vekur meiri aðdáun, hinn stórbrotni efniviður eða þá stílsnilld Böðvars, sem munar ekki um að sletta dönsku á Íslandi Danatímans eða yrkja á vestur-íslensku …“

Lokaorð dómsins eru þó sérstaklega sterk og við ætlum að leyfa okkur að vera þeim fyllilega sammála.

„Vesturfarasögurnar eru því ekki aðeins lykilverk fyrir áhugafólk um Nýja-Ísland, heldur ein af perlum íslenskra bókmennta sem ætti að finnast í hverri hillu.“

Dóm Vals má lesa í heild sinni hér.

INNskráning

Nýskráning