Fjórar stjörnur og hálf

Nýjasta bók Guðbergs Bergssonar, Missir, hefur vakið mikla athygli og umtal. Í dómi Einars Fals Ingólfssonar blaðamanns á Morgunblaðinu um helgina segir m.a. að bókin sé tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum. „Guðbergur hefur hér meistaraleg tök á efninu og frásögninni allri,“ skrifar Einar ennfremur og gefur verkinu fjórar og hálfa stjörnu. Stallbróðir Einars í gagnrýnendastétt, Páll Baldvin Baldvinsson, sagði í Kiljunni á dögunum að hér væri á ferðinni mjög fallega skrifað verk og hrífandi er lýsti einmanaleik og hnignun síðustu áranna í lífi mannsins af virðingu og smekkvísi.

INNskráning

Nýskráning