Fólkið í kjallaranum

Fólkið í kjallaranum á fjalirnar

Skáldsaga Auðar Jónsdóttur,  Fólkið í kjallaranum, er á leið á fjalirnar í Borgarleikhúsinu nú í haust. Samnefnt verk verður flutt á Nýja sviðinu í leikgerð Ólafs Egils Egilssonar en leikstjóri verður Kristín Eysteinsdóttir. Bók Auðar kom út árið 2004 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár. Síðan hefur sagan verið þýdd á fjölda tungumála og auk þess tilnefnd sem framlag Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2006.  Bókin verður endurútgefin í kilju af þessu tilefni en hún hefur notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki og verið lesin í yndislestri í fjölmörgum framhaldsskólum.


INNskráning

Nýskráning