Tónlist í leikskóla

Tímamótarit um börn og tónlist

Við vekjum athygli allra uppalenda á nýrri bók Sigríðar Pálmadóttur, Tónlist í leikskóla, sem nú er komin út. Í bók þessari er fjallað um tónlist sem þroskaþátt í leik barna og í skipulögðu starfi þeirra í söngstundum, tónlistartímum og þemavinnu. Einnig er að finna fjölmargar hugmyndir að efni sem bæði má nýta heima og í hefðbundnu skólastarfi.

Sigríður hefur um árabil kennt við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindindasvið Háskóla Íslands, en segja má að bókin sé hennar ævistarf. Bókinni fylgir aukinheldur aðgangur að vefefni á heimasíðunni tonlist.forlagid.is.


INNskráning

Nýskráning