Grafískur

Forlagið leitar að grafískum snillingi

Forlagið óskar eftir að ráða fjölhæfan og hugmyndaríkan grafískan hönnuð með víðtæka þekkingu af umbroti til starf sem fyrst. Fjölbreytt verkefni á lifandi og skemmtilegum vinnustað.

Viðkomandi þarf að hafa góða kunnáttu á helstu Adobe-forritum, s.s. InDesign, Photoshop, Flash og HTML 5. Þekking á After Effects eða sambærilegu forriti væri einnig kostur.
Helstu verkefni eru blaða- og netauglýsingar, umbrot bóka og kápuhönnun, þ.e. hvers konar viðfangsefni sem lúta að útgáfu bóka og gerð markaðsefnis.
Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið atvinna@forlagid.is eða á Hönnun, Forlagið, Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík fyrir 28. nóvember nk. Upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf nauðsynlegar ásamt sýnishornum af fyrri verkum.


INNskráning

Nýskráning