Fuglavísirinn

Frábærar handbækur

Íslenskur fuglavísir,

Ein vinsælasta bók sinnar tegundar, Íslenskur fuglavísir, kemur nú út að nýju, rækilega endurskoðuð og aukin. Hér er ítarlega fjallað um alla varpfugla og reglulega gesti á Íslandi, og getið fjölmargra árvissra flækingsfugla – alls liðlega 160 tegundir.

Bókin hentar einkar vel sem greiningarhandbók, jafnt fyrir þjálfaða fuglaskoðara sem fjölskylduna á ferð um landið. Glöggur og aðgengilegur texti lýsir útliti og hátterni fuglanna, fæðu og kjörlendi, og kort og töflur sýna útbreiðslu, lífsferil og tölfræði.

  • Um 700 einstæðar ljósmyndir
  • Varp- og vetrarútbreiðslukort
  • Dvalar-, varp- og ungatími í myndrænni útfærslu
  • Myndir af eggjum í raunstærð
  • Vegvísir um fuglaskoðun á Íslandi

Jóhann Óli Hilmarsson, höfundur bókarinnar, er meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara okkar og er formaður Fuglaverndar. Hann hefur haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og myndasýninga og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim.

Plöntuhandbókin,

Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum.

Bókin er ríkulega myndskreytt en í henni er að finna litmynd af hverri tegund, skýringarteikningu og útbreiðslukort. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einnig eru í bókinni gagnlegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin bókin nýtist vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins.

Höfundurinn, Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskum plöntum.

Ljósmyndir og texti; Hörður Kristinsson

Plöntutekningar; Sigurður Valur Sigurðsson

Steinabókin,

Þessi fróðlega bók er ætluð áhugamönnum um íslenska steinaríkið og er kjörinn ferðafélagi út í náttúruna. Gullfallegar og glöggar ljósmyndir eru af fjölda bergtegunda og steinda og lýst er öllum helstu atriðum sem hafa þarf í huga við greiningu þeirra. Grein er gerð fyrir myndunar- skilyrðum, bæði bergtegunda og holufyllinga, en þekking á slíku er nauðsynleg hverjum áhugasömum náttúruskoðara.

Kristján Sæmundsson er jarðfræðingur og starfar hjá ísor. Hann hefur víða unnið að jarðfræðikortlagningu og jarðhitarannsóknum. Einar Gunnlaugsson er jarðefnafræðingur og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur við jarðhitarannsóknir. Grétar Eiríksson var tæknifræðingur og landsþekktur fyrir ljósmyndir úr náttúru landsins.

Höfundar: Einar Gunnlaugsson, Kristján Sæmundsson
Ritröð: Handbækur um náttúru Íslands

Íslenskur jarðfræðilykill

Þegar ferðast er um Ísland ber forvitnileg náttúrufyrirbrigði hvarvetna fyrir augu, enda hefur landið stundum verið kallað draumaland jarðfræðingsins. Í þessari fróðlegu og handhægu bók er lykilhugtökum íslenskrar jarðfræði haldið til haga og þau útskýrð á ljósan og aðgengilegan hátt. Um eitt hundrað fyrirbæri náttúrunnar eru talin fram í stafrófsröð og þeim lýst í máli og myndum.

  • Kjörin handbók á ferðalögum um landið
  • Ómissandi uppflettirit um jarðfræðileg fyrirbæri og hugtök

Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður og kunnur fyrir ritstörf og vinnu fyrir sjónvarp og útvarp. Hann hefur ferðast víðs vegar og frætt fólk um jarðfræði og ferðaslóðir.

Ragnar Th. Sigurðsson er meðal þekktustu ljósmyndara hérlendis. Hann er ötull ferðamaður og náttúruljósmyndari og hefur lagt til myndefni í fjölda bóka og tímarita og hlotið margs konar viðurkenningu fyrir.

Höfundar: Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson

Íslenskir fiskar er einstæð fróðleikskista þar sem gerð er grein fyrir öllum þeim ríflega 350 fisktegundum sem fundist hafa í hafinu umhverfis Ísland og í vötnum landsins.

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað vandlega um fiska almennt, m.a. búsvæði, þróun og líffræði. Síðari hlutinn geymir ítarlega umfjöllun um hverja tegund. Fiskunum er lýst í glöggum texta og lífsháttum, heimkynnum og nytjum gerð skil.

Nákvæmar vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíðberg fylgja hverri tegund og styðja við textann. Kort sýna útbreiðsluna í Norður-Atlantshafi og ýmis sérkenni eru dregin fram í skýringarmyndum.


INNskráning

Nýskráning