Útivist og gönguferðir

155 Ísland

Áfangastaðir í alfaraleið er endurskoðuð og aukin útgáfa hinnar gríðarvinsælu 101 Ísland, stórfróðleg handbók fyrir ferðalanga á nýrri öld.

Vísað er til vegar á 155 staði í alfaraleið við þjóðvegi landsins. Ýmist er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði eða sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum. Bókin opnar lesandanum nýja sýn á náttúru landsins og furður hennar og bregður ekki síður ljósi á þjóðarsöguna og sérkenni þjóðarsálarinnar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson er landskunnur fararstjóri, útivistar maður og ferðabókahöfundur. Eftir hann eru m.a. bækurnar Hálendishandbókin, Gönguleiðir, Útivistarbókin, Bíll og bakpoki og Hornstrandir.

Það eru forréttindi Íslendinga að þurfa sjaldnast að fara langar leiðir til að komast á ósnortið land. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga til dæmis völ á fjölmörgum einstæðum náttúruperlum og fögrum gönguleiðum svo að segja í bakgarði sínum.

Átta gönguleiðir

Í bókinni Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur er vísað til vegar um átta slíkar leiðir. Farið er um fjöll og dali, yfir úfin hraun, jarðhitasvæði og gróðurvinjar. Gömlum þjóðleiðum er fylgt og staldrað við á slóðum fornkappa og hvunndagshetja. Á tímum hraða og streitu er sannarlega gott að eiga skjól í friðsælli og fjölbreyttri náttúru.

Einar Skúlason er BA í stjórnmálafræði, MBA og framkvæmdastjóri. Hann hefur verið áhugamaður um sögutengda útivist um langt skeið og stofnaði vinsælan gönguhóp, Vesen og vergang, fyrir nokkrum árum. Einar hefur leitt félaga úr hópnum um ýmsar slóðir, m.a. þær sem lýst er í bókinni.

Höfundur: Einar Skúlason

Fjallabókin er undirstöðurit, ætlað jafnt þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum sem stefna hærra og lengra en vilja umfram allt koma heilir heim. Bókin geymir upplýsingar, þaulreynd ferðaráð og fróðleik um hvað eina er viðkemur ferðalögum á tveimur jafnfljótum um fjöll og firnindi.

Fyrsta skrefið
Fatnaður, útbúnaður, næring og þjálfun
Náttúruöflin
Fjallgöngur og dagsferðir árið um kring
Ferðamennska
Brölt og fjallamennska
Jöklaferðir
Fararstjórn

Jón Gauti Jónsson er margreyndur fjallaleiðsögumaður sem þekkir fjalllendi Íslands í sól og sorta betur en flestir. Hér miðlar hann af eigin reynslu og leitar í sarp fjölda sérfræðinga á ýmsum sviðum. Útkoman er einstæð fróðleiksnáma, ómissandi fyrir alla þá sem hugsa til fjalla. Everestfarinn Leifur Örn Svavarsson ritar sérkafla um snjóflóð. Fjallabókin er undirstöðurit, ætlað jafnt þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum sem stefna hærra og lengra en vilja umfram allt koma heilir heim. Bókin geymir upplýsingar, þaulreynd ferðaráð og fróðleik um hvað eina er viðkemur ferðalögum á tveimur jafnfljótum um fjöll og firnindi.

Að ganga á fjöll er skemmtileg dægradvöl og veitir góða innsýn í náttúru, staðfræði og sögu landsins. Tveir kunnir fjallamenn, þeir Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson, leiðbeina hér fólki um gönguferðir á íslensk fjöll, sum alkunn og önnur minna þekkt. Sumar leiðirnar eru afar auðveldar og henta öllum, aðrar reyna meira á göngufólkið og fáeinar krefjast töluverðrar þjálfunar og útbúnaðar.

Í bókinni er ljósmynd af hverju fjalli um sig ásamt ítarlegri leiðarlýsingu og korti þar sem gönguleiðin er teiknuð inn. Einnig eru fjölbreyttar upplýsingar um gönguna sjálfa, svo sem mat á því hversu erfið hún er, lengd hennar og bratta og hve langan tíma hún gæti tekið. Þá er sagt frá jarðfræði svæðisins og landslagi, og útsýni af tindinum lýst.

Íslensk fjöll er í senn fróðleg og gagnleg bók öllum þeim sem vilja kynnast landinu nánar og frá nýjum sjónarhornum. Hér ættu allir að finna gönguleiðir við sitt hæfi, kyrrsetufólk og fjölskyldufólk jafnt sem þrautþjálfaðir göngugarpar.

Ritröð: Handbækur um náttúru Íslands

Gönguleiðir

Ferðir um óbyggðir Íslands njóta sívaxandi vinsælda, ekki síst þær sem kalla á að ferðalangur kveðji skrölt nútímans og haldi fótgangandi á vit friðsældar fjallanna með búnað og vistir á bakinu. Hér er vísað til vegar um nokkrar af vinsælustu gönguleiðum landsins; Kjalveg, Öskjuveg, Lónsöræfi, „Laugaveginn“ og Fimmvörðuháls.

Höfundur fylgir göngufólki dag fyrir dag, bendir á helstu náttúruundur á leiðinni, vísar á náttstaði og leiðbeinir um útbúnað og kost. Hverri gönguleið fylgja góð kort auk fjölda ljósmynda.

Bókin er jafnt ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útvist og hinum sem öðlast hafa meiri reynslu.

Páll Á sgeir Á sgeir sson er þaulreyndur útivistarmaður og leiðsögumaður til fjölda ára. Hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar gönguleiðabækur og leiðsögurit, s.s. Útivistarbókina, Bíl og bakpoka, 101 Ísland, Hornstrandir og Hálendishandbókina.


INNskráning

Nýskráning