Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson

Framhaldið af Hrafnsauga skrifað í Transilvaníu

Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að höfundar verðlaunabókarinnar Hrafnsauga, þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, hyggist leggja lokahönd á næstu bók bókaflokksins nú í sumar á söguslóðum verksins í Mið-Evrópu. Þeir lögðu í hann í gær og ætla að hreiðra um sig þorpinu Sighisoara í Transilvaníu, nánar til tekið í heimasveit sjálfs Drakúla greifa.

„Það var í raun tilviljun að þessi staður varð fyrir valinu,“ segir Snæbjörn. „Við slógum inn á Google hvernig umhverfi við vorum að leita að og þetta þorp kom upp. Ekki skemmir fyrir að þetta er fæðingarstaður fyrirmyndar Drakúla greifa, miðaldakonungsins Vlad Tepes III.“

Snæbjörn og  Kjartan stefna að því að dvelja í Rúmeníu í tvo mánuði og ætla meðal annars að ganga um skógana kringum bæinn til að fá tilfinningu fyrir náttúrunni sem sögupersónur þeirra eru umkringdar. Eini gallinn við það er að meirihluti allra úlfa og skógarbjarna í Evrópu heldur til á þessu svæði svo við hjá Forlaginu treystum því að þeir fari varlega og svíki lesendur sína ekki um spennandi framhald á Hrafnsauga.

INNskráning

Nýskráning