Frumsýning Ferjunnar eftir Kristínu Marju í kvöld


Kristín Marja Baldursdóttir var útnefnd leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2012-2013 en hún er einn  okkar ástsælustu rithöfunda. Hún hefur átt í nánu samstarfi við starfsmenn leikhússins síðasta árið og Ferjan sem verður frumsýnt í kvöld  er afrakstur þeirrar vinnu.

Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu , Mávahlátur 1995. Sagan var sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins og eftir henni gerði Ágúst Guðmundsson jafnframt samnefnda kvikmynd 2001 sem hlaut fjölda verðlauna á Eddu-hátíðinni sama ár. Síðari skáldsögur Kristínar Marju hafa sömuleiðis notið geysimikillar hylli, ekki síst tveggja bóka stórvirkið um listakonuna Karitas:  Karitas án titils og Óreiða á striga.

Kristín Marja hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. Þá var bókin Karitas án titils tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækur Kristínar Marju hafa verið þýddar og gefnar út á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og víðar erlendis við miklar vinsældir.

INNskráning

Nýskráning