Ferjan

Silja fer á sjó

Fyrsti dómurinn um verk Kristínar Marju, Ferjuna birtist á vef Tímarits Máls og Menningar. Silja Aðalsteinsdóttir lýsir hér heilsteyptri sýningu í fagmannlegri umgjörð:

„Leikritið er afar vel skrifað, sem kemur ekki á óvart hjá þessum höfundi, samtölin renna áfram, fyndin, beitt og afhjúpandi. Þó að ekkert „gerist“ annað en þref og þras fram og aftur sem ekki leiðir til neins nema endurtekninga er afskaplega gaman að hlusta á það enda var augljóst að leikararnir skemmtu sér vel. Það var heldur ekki leiðinlegt að leika á skröltandi hripinu sem Vytautas Narbutas hafði töfrað fram á litla sviðinu af sinni alkunnu snilld. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur voru vel hugsaðir. Tónlist Halls Ingólfssonar skapaði þunga undiröldu sem gaf til kynna hvernig bæri að skilja leikverkið og lýsing Þórðar Orra Péturssonar setti punktinn yfir i-ið.“

Hægt er að lesa allan dóminn hér

INNskráning

Nýskráning