Atli Rafn Sigurðarson í Eglum Alheimsins í Þjóðleikhúsinu

„Fullkomin útfærsla á skáldsögunni“

Á laugardagskvöldið var ný leikgerð af Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins við gífurlega góðar undirtektir og standandi lófatak. Yfirleitt eru frumsýningargestir í þessu musteri leiklistarinnar ekki útausandi á slíka áberandi kæti en svo vel heppnuð var uppsetning Þorleifs Arnarssonar á þessu eftirlætisskáldverki Íslendinga að þeir gátu ekki hamið sig. Höfundur skáldsögunnar var líka kallaður á svið og var innilega fagnað.

Í vefútgáfu Fréttablaðsins í dag má lesa glæsilegan fimm stjörnu dóm um sýninguna eftir Sólveigu Sigurðardóttur þar sem segir m.a.:  „Það er Atli Rafn Sigurðsson sem fer með hlutverk listamannsins Páls. Nálgun Þorleifs og Símonar [fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][Birgissonar, annars höfundar leikgerðar] stillir Páli nálægt áhorfendum, þeir eru gestir hans þetta kvöld, hann er sögumaður og aðalleikari en umfram allt stjórnandi kvöldsins. Hlutverkið er virkilega krefjandi en Atli Rafn skilar því með miklum sóma. Hann nær á magnaðan hátt að halda tengingu við áhorfendur en jafnframt að túlka þann mikla ólgusjó sem bærist innra með persónu hans. Þar birtist snilldarleg leikstjórn Þorleifs og frumlegar aðferðir hans á leiksviðinu.“ Niðurstaða Sólveigar er: „Fullkomin útfærsla á skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun þar sem unnið er með mörk heilbrigðis og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem lætur engan ósnortinn.“

Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði umsögn á vefsíðuna www.tmm.is í gær og er á sama máli og Sólveig: „Sjaldan hef ég á langri leikhúsævi séð leikara „taka salinn“ eins og Atli Rafn Sigurðarson gerði í gær á frumsýningu Engla alheimsins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ekki aðeins ávarpa salinn og gera hann að trúnaðarmanni sínum heldur stjórna honum eins og stórum kór eða sinfóníuhljómsveit. Enda „átti“ Atli Rafn sviðið alla sýninguna út í gegn í hlutverki Páls Ólafssonar, ríkti yfir því – eins og Páll gerir að sínu leyti í samnefndri sögu Einars Más Guðmundssonar sem hvert mannsbarn þekkir. … náði Atli Rafn að laða áheyrendur inn í sögu Páls og sýna þeim inn í þann stóra heim þjáningar sem Páll býr í og hvernig hann eyðileggur hreinlega allt í kringum sig með ofstopa sínum og sjúklegri sjálfsmaníu. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt.“

Það er óhætt að hvetja alla til að sjá þessa heillandi sýningu.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning