Hunter Thompson

Goðsögn í lifanda lífi

[fusion_builder_container hundred_percent=“no“ equal_height_columns=“no“ menu_anchor=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“center center“ background_repeat=“no-repeat“ fade=“no“ background_parallax=“none“ enable_mobile=“no“ parallax_speed=“0.3″ video_mp4=““ video_webm=““ video_ogv=““ video_url=““ video_aspect_ratio=“16:9″ video_loop=“yes“ video_mute=“yes“ video_preview_image=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ margin_top=““ margin_bottom=““ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ layout=“1_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_imageframe image_id=“75357″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2017/05/Uggur_og_andstyd_72-1.jpg[/fusion_imageframe][fusion_separator style_type=“double|dashed“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ sep_color=““ top_margin=“10″ bottom_margin=“10″ border_size=“1″ icon=““ icon_circle=““ icon_circle_color=““ width=““ alignment=“center“ /][fusion_imageframe image_id=“75360″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2017/05/Allen_Arpadi_Hunter_Thompson_a.jpg[/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ layout=“2_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_text]

Á dögunum kom út bókin Uggur og andstyggð í Las Vegas (Fear and Loathing in Las Vegas) eftir bandaríska rithöfundinn Hunter S. Thompson í þýðingu Jóhannesar Ólafssonar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir þennan áhrifamikla höfund er gefið út á íslensku og því ekki úr vegi að kynnast honum örlítið betur.

Hunter Stockton Thompson var af amerísku „baby-boom“-kynslóðinni, fæddur árið 1937. Fyrstu ár lífs hans voru stormasöm en hann byrjaði snemma og drekka og komst í kast við lögin fyrir ýmsa smáglæpi. Eftir að hafa hætt í skóla og sinnt herskyldu um tíð fluttist hann til Puerto Rico í upphafi sjöunda áratugsins og vann þar sem blaðamaður. Þar skrifaði hann líka tvær fyrstu skáldsögur sínar án þess að fá nokkuð útgefið.

Næstu ár flakkaði hann um Bandaríkin og vann enn við blaðamennsku. Árið 1965 fluttist Hunter til Kaliforníu þar sem hann sökkti sér ofan í eiturlyfja- og hippamenninguna í San Francisco sem var þá í mikilli uppsveiflu. Fljótlega fékk hann það verkefni hjá hinu rómaða tímariti The Nation að skrifa grein um vaxandi ógn mótorhjólaklúbbsins Hell’s Angels. Verkefninu óx fiskur um hrygg og það varð að fyrstu bók Hunters, Hell’s Angels, sem kom út árið 1966. Hann fylgdist náið með meðlimum klúbbsins í ár en lenti upp á kant við þá og var laminn illa. Fjölskrúðugar sögur urðu til í kjölfarið og Hunter og Hell’s Angels voru mikið í sviðsljósinu. Eftir þetta hóf ferill Hunters sig á loft fyrir alvöru en um leið öðlaðist hann „útlaga“-ímynd sem meðal blaðamanna.

Árið 1970 tók hann virkan þátt í stjórnmálum í Aspen í Colorado og var nálægt því að ná kjöri en framboðið kallaði hann „Freak Power“. Eftir stjórnmálatilraunir sínar skrifaði hann grein sem markaði þáttaskil á ferli hans, „The Kentucky Derby is Decadent and Depraved“, og fjallaði um vinsælar hestakappreiðar í Kentucky. Greinin var sú fyrsta sem var kölluð „gonzo“-blaðamennska, sem síðar varð einkennismerki Hunters sem höfundar. Greinin einkenndist af samslætti hefðbundinnar upplýsingablaðamennsku og skáldskapar þar sem hann skrifaði um persónulega upplifun sína á viðburðinum en lítið um sjálfar kappreiðarnar.

Árið 1971 var hann beðinn að fara til Las Vegas til þess að skrifa örstuttan pistil um úrslit kappakstursins Mint 400 sem fram fór í Nevada-eyðimörkinni. Sú grein átti að birtast í tímaritinu Sports Illustrated en teygði svo anga sína langt út fyrir það sem beðið var um og varð að einu frægasta verki Hunters, Ugg og andstyggð í Las Vegas. Verkið var birt í tveimur hlutum í tímaritinu Rolling Stone síðla árs 1971 en í því kristallast stíll Hunters; ástríðufullar lýsingar, óljós mörk veruleika og ofskynjunar, háðsleg gagnrýni á menningu og stjórnmál og tilvistarlegar spurningar um lífið og tilveruna.

Hunter skrifaði reglulega fyrir Rolling Stone en næsta stóra verkefni hans snerist um forsetakosningarnar árið 1972 þegar Richard Nixon sóttist eftir endurkjöri. Afraksturinn varð bókin Fear and Loathing on the Campaign Trail ’72 og er hún enn í dag álitin mynda vatnaskil í því hvernig fjallað var um forsetakosningar vestanhafs, þar sem tilfinningar og afstaða höfundar voru í aðalhlutverki fremur en hápunktar í framboðsræðum eða niðurstöður skoðanakannana.

Undir lok áttunda áratugarins tók ferill Hunters að dala og skrif hans þóttu ekki fanga samtímann með sama krafti og áður. Hann var þó orðinn hálfgerð goðsögn í lifandi lífi og hafði rækilega fest frægð sína í sessi með spjátrungslegri hegðun, drykkjuskap og dálæti á byssum.

Hunter féll fyrir eigin hendi á heimili sínu í Colorado árið 2005.

Þótt Uggur og andstyggð í Las Vegas teljist seint til „heimsbókmennta“ er verkið löngu orðið sígilt. Sagan er oft umbúðalaus og yfirgengileg en fyrst og fremst er hún djörf. Hún ögrar lesandanum og knýr hann til að velta vöngum eða að líta í eigin barm. Hún hæðist að neyslusamfélaginu og afhjúpar yfirborðsmennsku, falskar vonir og spilavítisanda samfélagsins. Árið 1998 var ferill Hunters endurvakinn með kvikmyndaaðlögun Uggs og andstyggðar í Las Vegas. Johnny Depp, sem lék aðalhlutverkið í myndinni, átti töluverðan þátt í að endurvekja áhugann á verki Hunters.

Fullyrða mætti með nokkurri vissu að Uggur og andstyggð er gjörólík flestum bókum sem koma út á Íslandi í dag og við hvetjum því forvitna bókaunnendur til að sökkva sér á kaf í þetta merkilega verk.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning