Gunilla Bergström, höfundur bókanna um ærslabelginn Einar Áskel, er látin. Hún féll frá á heimili sínu eftir langvarandi veikindi. Bergström skrifaði 26 bækur um Einar Áskel og föður hans en Sigrún Árnadóttir þýddi bækurnar yfir á íslensku. Hún var með þeim fyrstu til að skrifa um hjónaskilnað í barnabókum og að fjalla um föður sem einstætt foreldri.

Forlagið sendir ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.