Heimsmeistarinn frumsýndur á Söguloftinu

Á laugardagskvöldið frumsýndi Einar Kárason sýningu sína Heimsmeistarann á Söguloftinu í Borgarnesi. Þar rekur hann sögu eins mesta skáksnillings sem veröldin hefur séð og atburðarásina sem leiddi til þess að hann var gerður útlægur frá heimalandi sínu og endaði sem íslenskur ríkisborgari. Eins og í samnefndri bók sem kom út fyrir síðustu jól dregur Einar upp lifandi mynd af flóknum og mótsagnakenndum hugsunum snillingsins þannig á áhorfendur þurfa að ráða í það sjálfir hvort þær eigi við rök að styðjast eða stýrist af ofsóknarkennd og ótta. Einar hélt salnum í heljargreipum meðan á sögustundinni stóð og var fagnað innilega að henni lokinni. Næsta sýning verður þann 30. mars og upplýsingar um framhaldið fást á tix.is

INNskráning

Nýskráning