Kristín Eiríksdóttir tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldsagan Tól eft­ir Kristínu Eiríksdóttur hefur verið til­nefnd­ til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyr­ir Íslands hönd.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í sex áratugi hafa verðlaunaverkin endurspeglað samtíma sinn og rutt nýjar brautir í bókmenntum.

Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur er glæsilega fléttuð frásögn sem ristir djúpt í greiningum sínum á mannlífinu. Jafnframt ögrar verkið vinsælum hugmyndum um rétthugsun, skáldskap og málfrelsi.“ – Úr umsögn dómnefndar

Tól var gefið út árið 2022 og hlaut tilnefningar til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Forlagið óskar Kristínu innilega til hamingju með tilnefninguna!

INNskráning

Nýskráning