Heimili höfundanna

Árni Þórarinsson
Árni Þórarinsson
Árni Þórarinsson er fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1950. Hann lauk B.A. prófi í samanburðarbókmenntum frá University of East Anglia í Norwich á Englandi 1973 og starfaði árum saman sem blaða- og fjölmiðlamaður, var meðal annars ritstjóri Helgarpóstsins og Mannlífs og blaðamaður á Morgunblaðinu. Fyrsta skáldsaga Árna, spennusagan Nóttin hefur þúsund augu, kom út árið 1998 og síðan hefur hann sent frá sér allmargar bækur um blaðamanninn Einar, auk annarra sagna. Hann á einn kafla í bókinni Leyndardómar Reykjavíkur, sem nokkrir glæpasagnahöfundar skrifuðu í sameiningu og árið 2002 kom út bókin Í upphafi var morðið sem Árni skrifaði ásamt Páli Kristni Pálssyni. Þeir hafa einnig unnið saman tvö sjónvarpshandrit, Dagurinn í gær, sem sýnt var í RÚV 1999 í leikstjórn Hilmars Oddssonar og 20/20, sem Óskar Jónasson leikstýrði fyrir RÚV 2002. Síðarnefnda myndin var tilnefnd til fjögurra Edduverðlauna, meðal annars fyrir besta handrit. Þá hefur Árni sent frá sér viðtalsbók og þýðingu á barnabók eftir Evert Hartman, Einn í stríði, en fyrir þá þýðingu hlaut hann Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1984. Spennusagan Tími nornarinnar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005. Ýmsar spennusögur Árna hafa komið út í erlendum þýðingum, meðal annars á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Frakkland.

Bækur eftir höfund

Sjöundi sonurinn
Sjöundi sonurinn
990 kr.3.100 kr.
attachment-77816
Tími nornarinnar
990 kr.1.190 kr.
attachment-11353
Blátt tungl
990 kr.1.490 kr.
Glæpurinn
Glæpurinn - ástarsaga
990 kr.2.580 kr.
attachment-11358
Hvíta kanínan
990 kr.
Nóttin hefur þúsund augu eftir Árna Þórarinsson
Nóttin hefur þúsund augu
990 kr.
13 dagar
13 dagar
990 kr.3.490 kr.
Ár kattarins
Ár kattarins
990 kr.3.310 kr.
Morgunengill
Morgunengill
990 kr.3.100 kr.
Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson
Dauði trúðsins
690 kr.2.200 kr.
attachment-11368
Í upphafi var morðið
990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning