Páll Valsson

Páll Valsson

Páll Valsson er fæddur 31. október 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980, BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild Háskóla Íslands 1984 og Cand.mag. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama háskóla.

Hann var stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1987-1992 (með hléum) og stundakennari við HÍ 1988-1992. Vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987-1988 og MM 1989. Sat í stjórn Launasjóðs rithöfunda 1987-1990. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992-1997. Páll var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu en sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur og rithöfundur frá 2007.

Páll hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga.