Susanne Collins

Hungurleikarnir setja nýtt met

Í frétt frá The Bookseller þar sem fjallað er um heildarsölu bóka í Bandaríkjunum á fyrstu 13 vikum ársins kemur fram að bóksala hefur minnkað frá síðasta ári um 16%. Aftur á móti hefur sala á barnabókum aukist þökk sé Suzanne Collins en Collins hefur selt um 5.8 milljónir eintaka af Hungurleikjaþríleiknum. Bækurnar eru í sex efstu sætunum á heildarmetsölulista Bandaríkjanna á fyrsta fjórðungi ársins – og er það í fyrsta skipti sem höfundur nær slíkum árangri frá því BookScan US metsölulistinn byrjaði.

Catching fire sem er önnur bókin í þríleiknum hefur verið á metsölulista í Bandaríkjunum í 98 vikur. Catching fire, eða Eldar kvikna, kemur einmitt út á íslensku nú í lok mánaðarins.

INNskráning

Nýskráning