Ástarsaga úr fjöllunum

Ástarsaga úr fjöllunum í Gerðubergi

Möguleikhúsið sýnir tröllaskemmtilegan tónleik í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi fyrir börn á aldrinum 2ja – 9 ára. Leikritið byggir á hinni sívinsælu og stórskemmtilegu sögu Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsaga úr fjöllunum, sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta.

Leikgerð og söngtextar í tónleiknum eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 897-1813 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is

Athugið að aðeins ein sýning er eftir í Gerðubergi, þann 6. maí kl. 14.

INNskráning

Nýskráning