Íslensku bókmenntaverðlaunin til Ófeigs, Bryndísar og Snorra!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir Hafnfirðingabrandarann og Snorri Baldursson í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir Lífríki Íslands.

Þetta er í 26. skipti sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru veitt. Verðlaunaupphæðin fyrir hverja bók er ein milljón króna.

Öræfi Ófeigs Sigurðssonar hlaut  fyrir jólin verðlaun íslenskra bóksala sem besta skáldsaga ársins. Öræfi kemur út í kilju um miðjan febrúar.

Bryndís Björgvinsdóttir hlaut á dögunum Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir Hafnfirðingabrandarann. Bóksalar völdu hana ennfremur bestu íslensku ungmennabók ársins. Hafnfirðingabrandarinn kemur í kilju í byrjun mars.

Snorri Baldursson hlaut bóksalaverðlaunin fyrir Lífríki Íslands í flokki hand- og fræðibóka. Lífríkið er uppselt hjá útgefanda, endurprentun er væntanleg um miðjan mars.

Forlagið óskar höfundum innilega til hamingju með stórkostlegan árangur!


Hér er umfjöllun  á visir.is

INNskráning

Nýskráning