Tilnefningar til Gourmand verðlaunanna 2014

Icelandic Food and Cookery, stórvirki Nönnu Rögnvaldardóttur um íslenska matargerð var tilnefnd til GOURMAND WORLD COOKBOOK AWARDS 2014 í flokki best skrifuðu matreiðslubókanna. (e.Best Food Writing Book)

Nanna hlaut einnig tilnefningu fyrir bókina, Does anyone actually eat this ? í flokki  bóka sem fjalla um matreiðslusögu og menningu. (e. Best Historical Recipes Book)

Leyndarmál Tapasbarsins, eftir Bjarka Frey Gunnlaugsson og Carlos Horacio Gimenez, fékk tilnefningu sem frumlegasta matreiðslubókin  (e. Best Innovative Cookbook)

Af bestu lyst 4, eftir  Heiðu B. Hilmisdóttur  var tilnefnd í flokki heilsubóka ætlaðar almenningi. (e.Best heath and nutrition – for the public)

MMM Matreiðslubók Mörtu Maríu, fékk  tilnefningu  sem besta skandinavíska matreiðslubókin.(e Best Scandinavian Cuisine Book)


Þessar tilnefningar opna möguleika höfundanna á að vinna “GOURMAND BEST IN THE WORLD” titilinn í sínum flokki.  Sigurvegarinn verður tilkynntur 9. júní í Yantai, í kína.

Við samgleðjumst höfundunum og óskum þeim til hamingju.

INNskráning

Nýskráning