Þú ert hér://Kynlífslýsing úr Kaldakol verðlaunuð

Kynlífslýsing úr Kaldakol verðlaunuð

Þórarinn Leifsson rithöfundur hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2017 í íslenskum bókmenntum. Verðlaunalýsingin birtist í skáldsögu Þórarins Kaldakoli, sem kom út á síðasta ári.

Verðlaunin voru veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma í gærkvöldi og er þetta í tólfta sinn sem þau eru veitt.

Alls voru sjö höfundar tilnefndir til verðlaunanna í ár;

  • Adolf Smári Unnarsson fyrir lýsingu úr Um lífsspeki ABBA & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme)
  • Breki Karlsson fyrir lýsingu úr Náljóð III
  • Eiríkur Bergmann fyrir lýsingu úr Samsærið
  • Friðrika Benónýsdóttir fyrir lýsingu úr Vályndi
  • Halldór Armand fyrir lýsingu úr Aftur og aftur
  • Solveig Thoroddsen fyrir lýsingu úr Bleikrými
  • Þórarinn Leifsson fyrir lýsingu úr Kaldakol

Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur (2006), Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðsins (2007), Hermann Stefánsson fyrir Algleymi (2008), Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum (2009), Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson fyrir Megas, fyrir Dag kvennanna – ástarsögu (2010), Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil (2011), Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna (2012), Sjón fyrir Mánastein (2013), Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju (2014), Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns (2015) og Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur (2016).

Forvitnilegustu kynlífslýsing ársins 2017 í íslenskum bókmenntum er svohljóðandi:

„Þá sá hann tvo hvíta belgi sem hann hélt fyrst að væru litl­ir feit­ir engl­ar úr Ru­bens-mál­verki, en þegar bet­ur var að gáð reynd­ust þetta vera rasskinn­ar konu, óvenju stór­ar því þær flött­ust út á gler­inu eins og risa­stór­ar hvít­ar pönnu­kök­ur. Við rasskinn­arn­ar loddu eistu sem hreyfðust nær og fjær eins og pend­úl­ar fast­ir við loðna fót­leggi, hálf­klædda í jakkafata­bux­ur og karl­manns­skó en þrengdu sér núna á milli snjó­hvítra læra og leggja í leður­stíg­vél­um.“
Þór­ar­inn Leifs­son, Kalda­kol

2018-04-30T18:28:01+00:0014. apríl 2018|