Lína, Lína og meiri Lína!

Þekkir þú Línu langsokk ?

Tommi og Anna trúa varla sínum eigin augum þegar þau sjá Línu langsokk þramma heim að Sjónarhóli í fyrsta sinn. Þau héldu að litlar stelpur gætu ekki haldið á alvöru hestum – en Lína getur það, enda sterkasta stelpa í heimi. Apinn hennar heitir herra Níels og það er víst ábyggilegt að hann kann fleiri mannasiði en Lína sjálf. Og nú hefst sko fjörið! Íslenskir lesendur á öllum aldri fagna enn á ný þessari ómótstæðilegustu persónu barnabókmenntanna, stelpunni sem allt getur og engum hlýðir.

Þýðandi: Þuríður Baxer

Þrautabók Línu langsokks

Leystu þrautir með Línu langsokk! Í þessari litríku og fjörugu bók leggur Lína ýmsar þrautir fyrir börn – þau geta meðal annars púslað, leyst stafarugl og myndagátur, leitað að hlutum, fundið villur, teiknað og litað og reynt þekkingu sína um Línu langsokk.


Lína langsokkur – Allar sögurnar

Í meira en hálfa öld hefur Lína langsokkur verið fyrirmynd krakka um víða veröld í ótrúlegum uppátækjum og prakkaraskap. Hún er sterkasta stelpa í heimi og frjáls eins og fuglinn þar sem hún býr alein með sjálfri sér, apa og hesti í skakka húsinu sínu á Sjónarhóli. Þar má gera ýmislegt sér til skemmtunar og ekki má síður hafa gaman af siglingu til suðurhafseyja á sjóræningjaskipinu Æðikollu í fylgd Tomma og Önnu. Hér birtast allar sögurnar af Línu langsokk í einni stórbók, Lína langsokkur, Lína langsokkur ætlar til sjós og Lína langsokkur í Suðurhöfum.

í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur.

INNskráning

Nýskráning