Mamúska

Mamúska og Íslendingurinn

Hlýleg, skemmtileg og áhrifamikil frásögn af óvenjulegri vináttu manns frá Íslandi og gamallar konu úr miðri Evrópu.

Hún var fædd í rússneska keisaradæminu 1913 og ólst upp á sveitabýli við kröpp kjör. Síðar fluttist hún til Vilníus í Litháen, atti kappi við fegurstu konu heims um einn ríkasta piparsveininn á svæðinu og flúði með honum til Frankfurt í Þýskalandi í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldar. Þar opnaði hún veitingastaðinn sinn og eldaði ævintýralega rétti. Hróðurinn af stórkostlegum veislum hennar barst víða og dró að sér gesti, fræga sem ófræga.

Halldór Guðmundsson fór um árabil til Frankfurt á bókasýningu og heimsótti alltaf Mamúsku á veitingastaðinn hennar. Þau urðu góðir vinir og hún bauðst til að gerast amma hans. Hann vildi heldur fá að skrásetja viðburðaríka ævi hennar. En það getur reynst þrautin þyngri að skrifa ævisögu konu sem alltaf hefur viljað ráða því sjálf hvað er á matseðlinum …

Halldór skrifaði upphaflega bók um Mamúsku á þýsku sem birtist 2010. Eftir það bárust höfundi margs kyns upplýsingar um þetta fólk frá fjarskyldum ættingjum Mamúsku í Póllandi sem München svo íslenska útgáfan er bæði stærri og fróðlegri og gefur heildstæðari mynd af lífi þessarrar merku konu og sambandi hennar við sinn íslenska vin.

Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Halldórs Laxness.

INNskráning

Nýskráning