Ræktaðu garðinn þinn

Von er á frábærri nýrri handbók í hús um heimaræktun við íslenskar aðstæður. Í vikulok kemur út fróðleg bók sem nefnist Ræktum sjálf, handhæg og einföld bók fyrir alla garðræktendur – hvort heldur byrjendur eða lengra komna. Í bókinni eru upplýsingar um hvenær og hvernig best er að sá eða planta – bæði grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum og berjum. Það hljómar ef til vill ótrúlega en með hjálp þessarar bóka getur þú t.d. ræktað epli, plómur, kamillu, stikilsber og sellerí í garðinum þínum. Inngang bókarinnar skrifar Björn Gunnlaugsson garðyrkjufræðingur en hann staðfærði einnig bókina.

INNskráning

Nýskráning