***** stjörnu kver

Páll Baldvin Baldvinsson gefur ljóðakveri Þórarins Eldjárn, Vísnafýsn,  fullt hús – fimm stjörnur – í dómi sínum um bókina í Fréttablaðinu og segir það afar hentugt fyrir okkar tíma. Páll hrósar skáldinu fyrir fjölbreytni og fyrirhafnarleysi og skrifar meðal annars: „Margt af þessu virkar í fyrstu sem tækifærisskáldskapur, ort af tilefni fundar við orð eða staka hugsun sem fæðir af sér aðra, botnar hana, en þegar svo lesið er í striklotu í annað, þriðja sinn fellur kverið saman í sérkennilega persónulegt stöðumat á lífi hins þroskaða huga, hughreystingar, heilræði, fyrirbænir. Og heimsádeilur, svo sem opnan 30/31 með tveimur smákvæðum sem hæðast kurteislega að háskólaórunum. Því fylgja svo stökur um leikara og myndlist sem FÍL og SÍM mönnum kann að þykja miður. Og endurnýjaður lestur leiðir í ljós að hér eru á víða ferðinni paradoksar og afórismar, klassísk form sem falin eru í stöku, viskusteinar sem hafa á sér yfirbragð saklausrar hugsunar en eru dýpri, einhvers konar völur sem lesandinn getur velt í lófa hugans, spakmæli sett í hendingar.“ Dóminn í heild sinni má lesa hér.

INNskráning

Nýskráning