Le Petit Prince

Sjötugur prins

Heimsfræg saga franska skáldsins og flugmannsins Antoin de Saint-Exupéry, Litli prinsinn, er sjötug í dag. Engin frönsk bók hefur náð viðlíka vinsældum eða útbreiðslu og þessi ljúfa saga og Frakkar völdu hana nýverið bestu bók 20. aldarinnar sem skrifuð var á frönsku. Bókin hefur verið þýdd á yfir 250 tungumál og mállýskur og áætlað er að yfir 140 milljónir eintaka hafi selst af henni fram að þessu. Enn selst yfir ein milljón eintaka af bókinni á ári.

Gullfalleg íslensk þýðing Þórarins Björnssonar á bókinni kom fyrst út 1961 og hefur komið út sjö sinnum.

Borgarbókasafnið heldur upp á daginn á Café Lingua í Aðalsafninu í Grófarhúsinu í dag klukkan 17. Þangað er fólk hvatt til að mæta með Litla prinsinn á sem flestum tungumálum og leyfa gestum að heyra hvernig orð Saint-Exupérys um vináttu og ást, einmanaleika og missi, hljóma á ólíkum þjóðtungum.

INNskráning

Nýskráning