Sjón

Skammt stórra högga á milli hjá Sjón

Í gærdag hlaut skáldsagan Mánasteinn eftir Sjón Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta. Óskum við Sjón innilega til hamingju með árangurinn en Mánasteinn er nú þegar orðin margverðlaunuð bók þar sem hún hefur einnig hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 og Bókasalaverðlaunin 2013. Bókin hlaut fádæma góða dóma fyrir jólin og var meðal annars kölluð „lestrarupplifun ársins“ en þess má einnig geta að Mánasteinn er nú einnig fáanleg í kilju.

Í dag bárust svo fréttir þess að þýðing Victoria Cribb á Argóarflísinni, sem í enskri þýðingu heitir The Whispering Muse, hefði verið tilnefnd til bandarísku BTBA þýðingarverðlaunanna fyrir best þýddu skáldsögurnar í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru stofnuð árið 2007 og verða í þetta skipti afhent 15. apríl. Frekar umfjöllun um verðlaunin og tilnefningarnar má finna á vefsíðu Los Angeles Times og RÚV.

Sjón slær því hvergi af í sigurför sinni um heiminn og óskum við honum innilega til hamingju með verðskuldaða velgengni!

INNskráning

Nýskráning