Andri Snær Magnason

Sagan af bláa hnettinum á „stuttlista“ UKLA

Fimmtán árum eftir útkomu hinnar sígildu bókar Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum, er hún enn á ný tilnefnd til verðlauna. Bókin kom út hjá Pushkin Press í Bretlandi, með myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur og í þýðingu Julian Meldon D‘Arcy, og hefur verið valin á „stuttlista“ bresku UKLA Book Awards 2014. Ekki nóg með það heldur er bók Andra Snæs eina erlenda bókin á listanum. Frábær árangur það!

Dómnefnd UKLA verðlaunanna samanstendur af 55 kennurum frá Sussex en verðlaunin eru tilraun UK Literacy Association til þess að auka læsi og tungumálakennslu. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að í þessari furðulegu og táknrænu sögu gefist börnum og kennurnum tækifæri til þess kanna ábyrgð okkar gagnvart heiminum.

Sagan af bláa hnettinum fékk eins og kunnugt er Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar hún kom út, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur hlotið verðlaun um heim allan!

INNskráning

Nýskráning