Barnabækur

Skemmtun, speki og fróðleikur

Þrjár nýjar íslenskar barnabækur eru komnar út hjá Forlaginu. Það er mikið gleðiefni þegar nýtt efni kemur út fyrir börnin, sem er skrifað á fallegri íslensku og skemmtilegt að lesa með fjölskyldunni.

Komdu, höldum veislu! er glæsilega myndskreytt bók fyrir yngstu bókaormana. Dýrin í skóginum ætla að halda veislu og þurfa aðstoð þína við að undirbúa gleðina.

Af hverju gjósa fjöll? er stútfull af fróðleik og skemmtilegum skýringamyndum, og svarar öllum spurningum barnanna um eldgos.

Í Hávamálum enduryrkir Þórarinn Eldjárn forna speki Óðins og Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlýsir með sínum fjörugu myndum.

Skemmtilegar og fróðlegar barnabækur fyrir börn á öllum aldri – líka fyrir þá fullorðnu.

INNskráning

Nýskráning