Stjörnum prýtt Skip

Gagnrýnandi franska dagblaðsins Telerama fer mikinn í skrifum sínum um skáldsögu Stefáns Mána, Skipið, sem kemur í Frakklandi í vikunni. Martine Laval, sem er enginn slordóni í röðum frönsku bókmenntakreðsunnar, fer fögrum orðum um  „Noir Océan“ og dregur þar upp líkindi við sjálfan Wagner. Hún segir söguna vera af næsta biblískri stærð og lofar höfundinn fyrir tök hans á öfgafullum andstæðum góðs og ills, ástar og haturs.

Skipið er fyrsta bók Stefáns Mána sem kemur út í Fakklandi.

Blaðið Telerama er þekkt fyrir sparsemi í stjörnugjöfum sínum en Skipið fær þrjár þar á bæ. Það þykir mjög gott því fáir ef nokkrir hafa fengið fjórar hjá þeim, nema e.t.v. Dostojefski.

INNskráning

Nýskráning