Spennið beltin og komið börnunum í pössun

Það skal engan að undra að spennan sé að magnast fyrir nýjustu bók James Patterson. Það er ekki nóg með að hann sé mesti metsöluhöfundur samtímans – hann selur fleiri bækur en Dan Brown, John Grisham og Stephen King gera samanlagt – heldur hefur hann fengið afar hæfa snót í lið með sér við skrif nýjustu bókarinnar. Hin sænskættaða Liza Marklund er eldri en tvævetra í krimmasagnabransanum og nýtur t.a.m. talsverðrar hylli hér á Norðurlöndunum.

Það neistaði víst töluvert á milli þeirra Marklund og Patterson á meðan á skrifunum stóð og því eiga aðdáendur góðra spennusagnaflétta von á dýrð og dásemd innan skamms.

Póstkortamorðin eru væntanleg í hillur bókaverslana á næstu dögum. Við mælum með því að harðkjarna-krimmalesendur geri viðeigandi ráðstafanir.


Smelltu hér til að sjá viðtal við Patterson og Marklund:

httpv://www.youtube.com/watch?v=7Db7dw90RNg

INNskráning

Nýskráning