Tími nornarinnar runninn upp á Spáni

Spennusaga Árna Þórarinssonar, Tími nornarinnar, er nýkomin út á Spáni og ber þar titilinn El tiempo de la Bruja. Bókin verður kynnt á víðfrægri bókakaupstefnu í Madrid  um aðra helgi,  la Feria del Libro de Madrid, en þar verða Norðurlöndin í brennidepli að þessu sinni. Hátíð þessi er geysivinsæl, þangað mæta allir helstu bókaspekúlantar Spánar og aðrir sem vettlingi geta valdið, fyrirkomulag hennar er frábrugðið bókamessum að því leyti að hún er um leið risastór markaður þar sem sölubásum er stillt upp við eina fallegustu götu borgarinnar og almenningur tekur virkan þátt í gleðinni. ?Meðal kollega Árna sem viðstaddir verða hátíðina eru Áslaug Jónsdóttir bókagerðarkona, Sara Blædel, Dag Solstad, Jostein Gaarder, Camilla Läckberg, Arne Dahl og Johan Teorin.

Tími Nornarinnar hefur þegar komið út í Danmörku, Noregi, Hollandi, Frakklandi, Þýskaland, Finnlandi, Tékklandi, Póllandi, Grikklandi auk Spánar og er hún væntanleg í hillur sænskra bókaverslana innan tíðar.

INNskráning

Nýskráning