Hvíta bókin í Færeyjum

Hvíta bókin, greinasafn Einars Más Guðmundssonar, er komin út í Færeyjum á vegum forlagsins Gramar. Bókin hefur þegar komið út í Þýskalandi, Noregi og Danmörku og fengið frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Einar Már flutti erindi í Norðurlandahúsinu í Færeyjum fyrir helgi og mæltist það afar vel fyrir.

Í vikunni hlýtur Einar Már síðan viðurkenningu úr minningasjóði danska rithöfundarins og róttæklingsins Carls Scharnbergs. Verðlaunin hlýtur Einar fyrir ritstörf sín og virka þátttöku í samfélagsumræðu. Í umsögn valnefndarinnar segir meðal annars. „Einar Már Guðmundsson er einstakur maður. Í Hvítu bókinni sameinar hann skarpa samfélagsgreiningu og ljóðræna yfirsýn á óvenjulegan hátt, og í yfirstandandi deilu Íslendinga um leiðir út úr kreppunni er hann ötull talsmaður þess að fjármálafurstar og pólitíska valda-og fjölmiðlaelítan beri ábyrgð en ekki íslenska þjóðin.“ Verðlaunin nema 10.000 dönskum krónum og verða þau veitt við hátíðlega athöfn þann 9. júní næstkomandi.

INNskráning

Nýskráning