Tíu bækur frá Forlaginu tilnefndar

Í dag var tilkynnt hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og erum við hjá Forlaginu stolt af okkar höfundum og þýðendum sem þar komust á blað.

Í flokki frumsaminna bóka eru það Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir fyrir Mömmuskipti, Gunnar Helgason fyrir Bannað að drepa, Hildur Knútsdóttir fyrir Hrím og Margrét Tryggvadóttir fyrir Stolt.

Í flokki myndlýsinga voru tilnefndar Linda Ólafsdóttir fyrir Ég þori! Ég get! Ég vil!, Linn Janssen fyrir Einstakt jólatré, Sigrún Eldjárn fyrir Fjaðrafok í mýrinni og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fyrir Skrímslavinafélagið.

Í flokki þýddra bóka voru tilnefnd Gerður Kristný fyrir Múmínálfarnir og Hafshljómsveitin og Þórarinn Eldjárn fyrir Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik.

Í ávarpi við upphaf tilnefningarathafnarinnar minnti Skúli Helgason, formaður Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar, á að fátt væri mikilvægara en að lesa bækur fyrir börn og hvetja þau sjálf til lesturs, til að efla andlegan þroska og ímyndunarafl og stuðla að kátínu og gleði. Við tökum innilega undir orð Skúla og hvetjum alla til að gleypa í sig tilnefndu barnabækurnar.

INNskráning

Nýskráning